Danska kerfið

Danska kerfið svokallaða hefur verið á leiðinni upp hjá okkur ansi lengi en einsog þjálfari í ónefndri íþrótt sagði: "þolinmæði er dyggð."
Áhugasömum er hinsvegar bent á að núna er uppi síða sem segja má að sé beta prufa af því sem koma skal. Enn er eftir að þýða og lagfæra ýmsa hluti og mun það taka einhverja daga. Einnig eru sjálfsagt einhverjar vitleysur í þessu því stundum kemur fyrir að erfitt er að lesa úr skýrslum og enn þarf að taka markmannstölfræði með fyrirvara.

En þetta stendur allt til bóta og smátt og smátt munu starfsmennirnir á leikjunum venjast notkunni á kerfinu. Við munum vonandi geta bætt kvennaflokknum fljótlega við og síðan ætti 2. flokkur að fylgja í kjölfarið. Aðrir flokkar koma síðan töluvert seinna.

En einhvern veginn svona kemur þetta til með að líta út.

Smá viðbót:
Ef farið er í Spillerstatiskik þá er hægt að skrifa t.d. upphaf af nafni í reitinn undir spiller og bíða smástund og þá birtast niðurstöður. Einnig er hægt að draga reiti þar. Dæmi: PE20 er dreginn yfir "Træk kolonner hertil for at gruppere spillerne". PE:2 er leikmaður sem hefur fengið tvisvar sinnum GM PE:1 eru leikmenn sem hafa fengið einusinni GM.

HH