Danir sækja um HM 2016

Danir tilkynntu formlega um það í gær að þeir mundu sækjast eftir því að halda heimstmeistaramótið í íshokkí árið 2016.
Danir hafa leikið á meðal þeirra 16 bestu síðastliðin 8 ár og verða meðal þeirra sem leika á mótinu í Þýskalandi núna í maí.

Henrik Bach Nielsen formaður danska sambandsins tilkynnti þetta formlega í gær og gera Danir ráð fyrir því að leika í tveimur borgum. Herning á Jótlandi þar sem fyrir er nógu stórt hús (7 - 8000 sæti) og síðan er byrjuð hönnun á nýju 15.000 sæta fjölnota húsi sem verður í Kaupmannahöfn.

Annars eru nokkrar af næstu keppnum ekki svo langt undan fyrir hokkí-áhugamenn.
Núna 2010 er keppnin í Þýskalandi.
Árið 2011 verður hún í Slóvakíu.
Árið 2012 í Finnlandi.
Árið 2013 í Svíþjóð.
Árið 2014 í Hvíta Rússlandi.