Danir lágu næstum því

Rétt í þessu var leik Íslands og 1. deildar liðsins Gentofte að ljúka í Kaupmannahöfn.  Þeir dönsku höfðu sigur úr býtum í jöfnum og skemmtilegum leik sem lauk með 4 mörkum gegn 5.  Íslenska liðið spilaði á fjórum línum allan leikinn og hélt uppi miklum hraða út allar þrjár loturnar.  Mörk íslenska liðsins skoruðu Guðmundur Ingólfsson, Guðmundur Björgvinsson, Jónas Breki Magnússon og Elvar Jónsteinsson.
Liðið heldur til Serbíu á morgun en heimsmeistarakeppnin hefst á mánudag.