Dagur 3 - U18 í Serbíu

Haldið til leiks                                                                                                                      Mynd: Stefán Þórisson

Dagurinn byrjað með því að drengirnir fengu sér mikinn og góðan morgunverð. Búið var að ákveða að sleppa æfingunni þennan dag og leyfa þeim að hvíla sig, eftir leikinn á móti Serbum frá deginum áður. Því var gefinn frjáls tími fram að hádegisverði og eftir hádegisverðir fóru strákarnir til herbergja og slökuðu á. Um klukkan tvö var haldið af stað í skautahöllina til undirbúnings fyrir leikinn á móti Áströlunum. Daníel Steinþór sem hafði þjást af magakveisu deginum áður, og gat þar með ekki leikið með strákunum á móti Serbum, kom með hópnum. Daníel taldi sig enn ekki nógu góðan til að spila en fylgdist þess í stað með af áhorfendapöllunum.

Leikurinn hóst klukkan 16.30 og var upphaf fyrstu lotu nokkuð jöfn. En maður sá strax að strákarnir voru gríðarlega ákveðnir og smátt og smátt tóku þeir umráðin yfir svellinu. Mark lá í loftinu alla lotuna en ekkert mark var þó skorað. Í fyrsta leikhléinu voru strákarnir mjög fókuseraðir á leikinn og fann maður að sjálfstraustið var á réttum stað.

Annar leikhluti hófst með látum Brynjar Bergmann skorar strax eftir 24 sekúndna leik með aðstoð frá Birni Róberti Sigurðarssyni. Ekki voru liðnar nema tvær mínútur þegar þeir endurtóku leikinn. Á 33 mínútu skorar síðan Falur Guðnason þriðjamarkið með aðstoð frá Andra Helgasyni og Birni Sigurðssyni. Mikilvægt mark þar sem við vorum einum færri á svellinu. Tæpum þremur mínútum síðar Skorar Bjarki Reyr Jóhannesson sitt fyrst landsliðsmark með stoðsendingu frá Fal Guðnasyni og Birni Sigurðarssyni. Í þessari lotu var gaman að sjá hversu vel þeir náðu að leika einum færri, Ástralirnir áttu aldrei möguleika á að skorað einum manni fleiri. Einnig spiluðu þeir flott Power Play spil þó svo að þeir næðu ekki að skora úr þeim. Þá var spil þeirra yfirvega og hnökralaust og ef að markmaðurinn þeirra hefði ekki verið í ham hefði liðið geta bætt við fleiri mörkum.

Í öðruu leikhléi var aðeins of mikill galsi í drengjunum sem ég hafði áhyggjur á en þeir náðu sjálfir að koma sér niður og ná einbeitningunni aftur.

Komu strákarnir ákveðnir til leiks í þriðja leikhluta og var virkilega gaman að vera í stúkunni og fylgjast með leik þeirra. Á 47. mínútu skorar svo Björn Róbert Sigurðarson 5. mark okkar. Á 55. mínútu var Bjarka markmanni skipt út og Atli settur í markið. Var það hans fyrsta innkoma í mótinu og jafnframt hans fyrsti landsleikur. Stóð hann sig vel og átti tvær glæsilegar markvörslur. Leiknum lauk með sigri 0-5. Það er ekki laust við það að maður hafi fyllst stolti þegar íslenski þjóðsöngurinn var leikinn eftir leik.

Strákarnir tóku sér góðan tíma til að fagna í klefanum eftir leik en síðan var haldið í mat uppá hótel en stefnt var að því að horfa á Serbíu leika gegn Spán um kvöldið.

Fiskur var í matinn á hótelinu og vakti hann mikla lukku. Held samt að enginn hafi fengið sér fisk (skrítið eins og hann er nú hollur). Síðan var haldið á leik Serbíu og Spánar en flestir hurfu nú fljótlega inna á næsta pizzustað og fengu sér pizzu en hún kostaða að meðaltali 550 íslenskar krónur en 2490,- í heimsendingu á Íslandi.

Síðan var haldið á hóteli og komin ró á hópinn klukkan 23.00. Þetta var frábær dagur og ég hef engar áhyggjur af því að drengirnir okkar haldi góðu fókus fyrir næsta leik sem er á móti Eistum þann 23 mars.


Kveðja frá Serbíu

Stefán Örn
Farastjóri