Dagur 2 - U18 í Serbíu

Dagurinn hófst hjá strákunum með morgunverði klukkan 09:00 og að honum loknum var haldið niður í skautahöll á æfingu. Æfingin gekk vel og voru strákarnir vel gíraðir fyrir komandi átök. Síðan var haldið uppá hótel í hádegismat og honum loknum fóru strákarnir til sinna herbergja til að hvíla sig. Fengu þeir útivista tíma á milli 16 og 17 til að skoða sig um. Klukkan 17.00  fengu þeir síðan FRÁBÆRT pasta áður en haldið var í leikinn á móti Serbum.

Það mátti greina í upphafi taugatitrings í báðum liðum og áttu leikmenn beggja liða í vandræðum með sendingar og voru að missa pökkinn auðveldlega.Á 15. mínútu skoraði Brynjar Bergmann flott mark og við það efldust strákarnir okkar til muna. Markið var það eina sem kom í lotunni og staðan því 1 – 0 fyrir okkur.

Eftir leikhlé komu strákarnir kröftuglega inn og það voru ekki liðnar nema 16 sekúndur þegar Brynjar Bergmann skoraði sitt annað mark. Á 37 mínútu skoruðu Serbar sitt fyrsta mark þá hafði sóknarþungi þeirra þyngst verulega en var varnarvinnsla okkar og markvarsla hafði verið mjög góð. Fórum við inn í leikhlé með stöðuna 2-1 fyrir okkur og menn nokkuð ánægðir með leikinn.

Þriðji leikhluti byrjaði nokkuð jafn og var vörnin okkar og markvarsla enn og aftur að gera góða hluti. Okkar menn fengu góð tækifæri einir gegn markmanni, sem hefði verið á þessum tímapunkti, frábært að geta nýtt. Á þriggja mínútna kafla frá og með fimmtugustu og annarri mínútu slakaði liðið helst til of mikið á og við fengum á okkur þrjú mörk af ódýrari gerðinni. Á fimmtugustu og sjöundu mínútu er Bjarki markmaður kallaður af svelli og erum við þá með sex útileikmenn á móti fjórum frá þeim þar sem Serbarnir höfðu misst leikmann af velli í refsiboxið. Þennan mun nýttum við okkur vel og skoraði Andri Helgason þriðja mark okkar. Á fimmtugustu og áttundu mínútu var Bjarki markmaður aftur tekinn af svellinu og við með sex útileikmenn en Serbarnir komust inn í sendingu og náðu að bæta við sínu fimmta marki. Mikil vonbrigði að fá þetta mark á okkur. Á loka mínútunni náð síðan Andri Helgason að skora sitt annað mark í leiknum og var loka niðurstaða 4-5 fyrir Serbum.
Daníel Steinþór Magnússon gat ekki tekið þátt í fyrsta leiknum sökum veikinda en vonandi jafnar hann sig sem fyrst.


Úrslitin voru strákunum mikil vonbrigði og sér í lagi eitt markið sem dæmt var. Dómarinn sá ekki hvort að pökkurinn hefði farið yfir línuna þegar Bjarki náði pökknum á línunni. Var dómarinn í erfiðleikum með að kalla dóminn og þrisvar sinnum bað hann serbneska markadómarann að skera úr um hvort að þetta hefði verið mark eða ekki. Undir þrýstingi ákveður serbneski dómarinn að þetta hefði verið mark sem var þó mjög umdeilanlegt.

Haldið var uppá hótel en þar beið þeirra YNDISLEGUR kvöldverður. Fóru strákarnir síðan í háttinn og var ákveðið að láta þá hvíla sig frekar en að vera með 30 mínútna æfingu morguninn eftir.

Stefán Örn
Farastjóri