Dagur 1 - U18 í Serbíu


Liðið að koma sér fyrir                                                                                                          Mynd: Stefán Örn Þórisson

Þá erum við komnir á hótelið í Novi Sad eftir langan dag sem byrjaði með mætingu allra nema Óla, Kára og Jóns Ragnars læknis, í Keflavík klukkan 05:30. Haldinn var strax stuttur fundur þar sem farið var yfir ferðalagið til Serbíu. Við lentum í Frankfurt  klukkan 12 og þar hittum við Jón Ragnar lækni. Samkvæmt ágætlun var tveggja tíma bið áður en haldið yrði áfram til Serbiu. Flestir leikmannanna fóru og fengu sér næringu, mikinn íþróttamat, hjá Ronald McDonald.

Þegar við vorum búnir að skrá okkur inn í gate þá var okkur tilkynnt það að það yrði allavega 40 mínútna seinkun á fluginu til Serbíu. Við vorum með bókaða æfingu klukkan 17:00 og það var vonlaust að ná því svo að farið var í að fá æfinguna færða.

Flugið til Serbíu var einstaklega ánægjulegt sökum framúrskarandi þjónustulundar flugþjónanna og ég held að leikmennirnir allir leikmennirnir hafi gert sér grein fyrir því þarna, hvað þeir eiga góðar mæður.

Þegar við lentum í Serbíu þá kom Kári til móts við liðið og síðan var haldið af stað í um eins og hálfs tíma rútuferð á Spens skautasvellið. Óli Árni var mættur  skautahöllina þegar við komum og voru þá allir leikmennirnir mættir og tilbúnir í slaginn.

Æfingin gekk mjög vel og síðan var haldið upp á hótel þar sem þeir fengu góða og mikla máltíð. Var síðan haldinn fundur í svítunni hans Sergei og eftir það gengu leikmennirnir til náða.

Það er góður andi í hópnum og virðast þeir skemmta sér vel saman sem skiptir gríðarlega miklu máli ef árangur á að nást.

Ég ætla að reyna ef internet samband lofar að twitta á meðan leikjum stendur hægt verður að fylgjast með því á @Fuglarnir Eða á Facebook síðunni minni hægt er að finna mig undir Stefán Örn á að vera opið fyrir alla að lesa en geta einnig sent a´mig friends request og ég mun adda þeim sem þess óska.

Góða Nótt frá Serbíu

Stefán Örn
Farastjóri