Dagskrá úrslitakeppni

Eftir sigur Skautafélags Akureyrar á Birninum á laugardagskvöldið er ljóst að það verða Skautafélag Reykjavíkur og Skautafélag Akureyrar sem mætast í úrslitakeppninni um 1. sætið.  Nú verður í fyrsta skiptið keppt til úrslita um 3. sætið og það verða þá Björninn og Narfi sem þar munu takast á.
 
Í gær gaf mótanefnd út endanlega dagskrá fyrir úrslitakeppnina en nú er aðeins rétt rúmur mánuður þar til hún hefst.  Dagskráin er eftirfarandi;


Úrslitakeppni um 1. sætið
Leikir #1, #3, og #5 SR-SA verða 3. 9. og 13. apríl
Leikir #2 og #4 SA-SR verða 6. og 11. apríl
 
Úrslitakeppnin um 3. sætið
Leikir #1 og #3 Björninn-Narfi verða 4. og 12. apríl
Leikur #2 Narfi-Björninn verður 8. apríl