Dagskrá Aseta-móts

Dagskrá Aseta-mótsins, sem einsog í fyrra markar upphaf keppnistímabilsins, er komin út. Mótið verður nk. laugardag og fer fram í Egilshöll. Mótið þótti takast vel í fyrra og létt var yfir mönnum enda gott að byrja tímabilið á þennan hátt. Dagskráin er eftirfarandi:

18:15 Björninn - SA
19:45 Björninn - SR
21:15 SR - SA
Leiktimi 2x20mínútur með stoppi og heflun. Reglur varðandi mótið verða birtar hér á morgun.

HH