Dagbókin

Íslenska U20 landsliðið var u.þ.b. að ljúka æfingu sinni en þar sem er frídagur er æfingin óvenjulega löng. Það hentar okkar liði mjög vel og gefur Josh Gribben þjálfara tækifæri á að fara yfir það sem honum fannst fara aflaga í gær.

Við viljum hinsvegar minna á dagbókina sem vistuð er undir U20 tenglinum sem finna má hérna vinstra meginn á síðunni en þar fer Björn Geir Leifsson læknir liðsins oft á kostum við lýsingar á því sem fyrir augu og eyru ber.

Myndina tók Viðar Garðarsson

HH