Dagbók kvennalandsliðs - 2. færsla

Dagur 1.

Í morgun var ræs kl. 8.30 og morgunmatur kl. 9.
Þá var haldið af stað á fyrstu æfinguna.  Hér er ekki alveg sama „bíla-menningin“ og heima á Íslandi – hér er bara labbað þegar fólk fer á mill staða.  Þar af leiðandi þá röltum við á æfingu í morgun og tók það okkur rúmar 20 mínútur, frekar róleg ganga í góða veðrinu. 
Það var ekki laust við nokkur þreytumerki hjá stelpunum á æfingunni en þær stóðu sig samt vel.  Höllin er alveg frábær, ísinn góður, flottir klefar, stór stúka og öll aðastaða til fyrirmyndar.  Eftir hádegismat var smá hvíld en svo fóru 6 stelpur í heimsókn í grunnskóla hér til að spjalla við krakka þar um hokkí, Ísland og margt fleira.  Gekk það vel og var mjög svo gaman. Þær gáfu þarna eiginhandaráritanir og svona.  Það var svo óskað eftir því að þær kæmu aftur og töluðu þá við yngri bekki í skólanum og að sjálfsögðu verðum við við því.
Það var svo frjáls tími það sem eftir var og nýttu stelpurnar það til að versla sér vatn og mat til að hafa á herbergjunum.  Eftir kvöldmat var svo hvíld hjá stelpunum á meðan „staffið“ fór á fundi á annað hótel.  Allir snemma að sofa því það er ræs snemma í fyrramálið.

María Stefánsdóttir fararstjóri.