Dagbók frá Belgrad - 7. dagur

Markinu gegn S-Kóreu fagnað
Markinu gegn S-Kóreu fagnað

Í kvöld er síðasti og mikilvægast leikurinn okkar í mótinu en þar viljum við tryggja okkur bronsið.Við mætum  góðu liði heimamanna Serbíu, studdir áfram hingað til upp undir 1500 áhorfendum, með hrossabrestum, lúðrum og látum. Svo eru serbískir áhorfendur líka mjög heitir, eins og við urðum mjög varir við í leiknum þeirra í gær, þar sem þeir köstuðu peningum og drasli í dómara leiksins.  Fjarlæga þurfti suma leikmenn þeirra eftir leikinn og þar fyrir utan gekk lið Serba við lok leiksins óþarflega ógnandi að aðladómara leiksins. Dómarinn þurfti að leita skjóls inn í refsiklefanum með línudómara fyrir utan. En fyrir þetta fær fyrirliði liðsins refsingu.

Leikurinn við Kóreu gekk líka vel framn, eins og gegn Eistum, eða réttar sagt mun betur.  Það var aðeins samæfingarleysið okkar stráka sem gerði muninn. Kóremenn æfa a.m.k saman í 3-4 í mánuði á ári, meðan okkar strákar náðu 3 æfingum samana fyrir mótið. Leikurinn við Kóreu byrjaði eiginlega nákvæmlega eins og gegn Eistum. Við áttum frumkvæði strax á 1.mínutu leiksins með marki frá Jóhanni Leifssyni en síðan komust Kóreumennirnir yfir rétt undir lok fyrstu lotu. Þeir bættu svo hægt og sígandi í.  Að leik loknum var Falur Birkir Guðnason  valinn maður leiksins í okkar liði. Úrslit gærdagsins hefði eins getað endað okkar meginn, svo vel og hetjulega börðust okkar strákar og gáfu alldrei eftir, en eins og áður nefnt með betri samhæfingu hefði sigurinn getað lent okkar meginn. Við Íslendingar þurfum ekki að hafa áhyggur að U-20 í framtíðinni þar sem mjög margir og efnilegir ungir leikmenn okkar eiga eftir að keppa með U-20 næstu árin og hafa þegar sannað sig í þessu móti.

Staðan í riðlinum er nokkuð flókin en það liggur þó ljóst fyrir að ef við vinnum Serba þá er bronsið okkar. Annars gildir sú regla að ef tvö lið eru jöfn að stigum þá gildir sigur í innbyrðis viðureign. Ef hinsvegar þrjú lið eru jöfn að stigum eru búin til sérstök stigatafla þar sem eingöngu leikir þessara þriggja liða eru inni og allskonar möguleikar í stöðunni.  En til að gera langa sögu stutta þá er lang best að íslenska liðið vinni Serba og taki  bronsið.

Strax að leik loknum í kvöld fá strákarnir okkar u.þ.b 4 klst svefn og þá skal haldið heim á leið aftur.

Með góðri kveðju heim frá öllum strákunum.

Jón Þór Eyþórsson, farastjóri.