Dagbók frá Belgrad - 3. dagur

Strákanir okkar vöknuðu ánægðir og úthvíldir í morgunn en flestir þeira fóra að sofa kl. 22:00. Vanalegt að hjá svona ungum mönnum?, nei en ánægjan og kraftur eftir góðann dag í gær, skilaði sér strax í deginum í dag, eldressir í morgunmat og svo á morgunæfingu strax þar á eftir, síðan hádegismatur í fyrra lagi eða kl.10.00 og svo beint upp í íshokkíhöllina aftur þar sem átti að keppa í hádeginu gegn Ástralíu.

Leikurinn við Ástralíu gekk líka eins og í sögu, krafturinn í strákunum strax í fyrsta leikhluta, þar sem við komust fljótlega í 2-0 með 2 mörkum  frá Bjössa og í annarri lotunni fullkomnaði Bjössi þrennuna ásamt því að BrynjarBergmann og Guðmundur Þorsteinsson skoruðu. Í þriðja leikhluta, þar sem staðan var orðinn 5-1 breytti þjálfari Íslands, Björn áherslum í leik okkar manna og lagði upp að þeir spiluðu lengur sín á milli, heldu pekkinum lengur hjá sér, og þannig byggði upp meiri sjálftraust upp á framhaldið hjá strákunum okkar fyrir komandi leiki. Allar leikmannalínur liðsins voru notaðar og þannig fegnu yngstu strákarnir okkar, niður í 15 ára líka tækifæri á að sanna sig, sem þeir svo sannarlega gerðu. Þó svo Ástralanir þá næðu að minnka stöðuna í 5-3, var aldrei hætta á ferðum, en sannanlega hafði þessi ráðstöfun mikla þýðingu fyrir framhaldið hjá strákunum okkar.  Að leik loknum var markvörður Íslands, Einar Eyland valin maður leiksins og en og aftur vorum við þakklátir fyrir að markmannsgalli hans væri á honum, en ekki tröllagallin sem við fengum að láni. Því eins og tilnefninginn gefur til kynna stóð hann sig frábærlega í markinu, en það er alls óvíst að það hefði verið niðurstaðan í tröllagallanum.

Á morgunn er frídagur í keppninni, þó svo að æfing verður og höfum við strákanir skipulagt að fara í stóra verslunarmiðstöð hér í Belgrad. Jú þeir vilja núna líka líta vel út, og það sannanlega gera þeir líka í jakkafötunum sínum með bindi og eru að öllu leyti til fyrirmyndar. Eða eins og stelpunar sem eru að vinna við heimsmeistaramótið hér, þó að þær séu allar upp undir þrítugt, segja að þeir séu svo mikið „kjútt“ sérstaklega yngri strákanir og hafa óskað eftir að fá að mynda þá í hópi saman, en það verður nú aðeins að býða betri tíma J það eru mikilvægir leikir framundan og keppnin er ekki hálfnuð.

Strax að loknu leiknum gegn Áströlum var farið upp á hótel og snæddur snemma kvöldverður og í kvöld ætlum við að horfa á leik Serbíu við Eistland, en þeir eru næstu andstæðingar okkar í keppninni.

Með góðri kveðju heim frá öllum strákunum.

Jón Þór Eyþórsson, farastjóri.