Dagbók fararstjóra – 7

Elva Hjárlmarsdóttir maður leiksins gegn Belgíu
Elva Hjárlmarsdóttir maður leiksins gegn Belgíu

Sunnudagur 7.apríl

Ísland-Belgia 2-1 (sigurmark í framlengingu)

Síðasti leikur Íslenska liðsins á HM IIb í Puigcerda á Spáni í dag var við Belgiu. Íslenska liðið mætti kraftmikið til leiks ákveðið í að sýna hvað í þeim bjó og leikurinn fór vel af stað. Katrín Ryan skoraði mark í fyrsta leikhluta eftir stoðsendingu frá Birnu Baldursdóttur. Annar leikhluti var tíðindalítill, bæði liðin sóttu að marki hins án árangurs. Um miðjan þriðja leikhluta náði Belgíska liðið að jafna og færðist þá spenna í leikinn. Hvorugt liðið náði þó að skora í venjulegum leiktíma og þurfti þar með að framlengja. Anna Sonja Ágústsdóttir skoraði sigurmarkið eftir 83 sekúndur, eftir stoðsendingu Hrundar Einarsdóttur Thorlacius. Alveg stórkostlegt mark langt frá markinu og sigurinn var okkar. Maður leiksins var valin Elva Hjálmarsdóttir og Sarah Smiley var valin leikmaður Íslenska liðsins á mótinu. Var mál manna hér að leikurinn hafi verið mjög skemmtilegur, spennandi og góður og okkur fannst þetta að sjálfsögðu vera fullkominn endir á krefjandi en skemmtilegu móti, þar sem á ýmsu gekk.

HM2013_BirnaBald


Ótrúleg aðlögunarhæfni liðsmanna – Birna Baldursdóttir uppgötvaði hálftíma fyrir leik að annar skautinn hennar var ónýtur, stóllinn brotinn. Hún dó ekki ráðalaus, fékk lánaðann annan skautann hjá Lars þjálfara og hélt inn á ísinn eins og ekkert væri. Var mál manna að þarna væri kominn skorskautinn hennar, þetta væri leynivopn þar sem Lars er búinn að skora mörg mörk í þessum skautum í vetur fyrir SA. Þetta rættist að hluta því Birna átti einmitt stoðsendingu fyrsta marksins þó að hún síðar í leiknum vekti full mikla athygli dómarana og fengi að sitja oftar á bekknum en vann til.

Í mótslok - Íslenska liðið vakti athygli hvarvetna fyrir glaðværa og kurteisa framkomu, mikinn baráttuanda á svellinu. Íslendingar geta verið stoltir af þessum glæsilegum fulltrúum landsins í íshokkíi kvenna. Heimferðardagur á morgun og hversdagsleikinn tekur við hjá landsliðinu eftir rúma viku af íshokkíi. Fjölmörg börn endurheimta mömmur sínar, kærastar sínar heittelskuðu og vinna og skóli, allir stoltir og glaðir. Myndir eru komnar og verða fleiri hér:   Adios þangað til næst. Margrét fararstjóri

HM2013TeamIceland

Team Iceland á HM 2013


Staffið -Hm2013_staffid

HM2013_TinnaTinna Stefánsdóttir sjúkraþjálfari hefur eins og áður hefur komið fram unnið hörðum höndum að því að halda lemstruðum skrokkum í lagi oft við slæmar aðstæður. Hún var farin að finna einkenni vöðvabólgu sjálf og elskulega liðið hennar lagði saman í púkk fyrir slökunarnuddi handa henni í þakklætisskyni, bara bestar :-)

 

HM2013_IngibjorgIngibjörg tækjastýra hefur unnið ötullega að því að búningar og allar græjur væru í standi frá því langt fyrir mót. Brosandi hefur hún tekist á við margvísleg verkefni og leyst þau af stakri snilld. Síðasta áskorunin var að reyna að tjasla saman brotna skautanum hennar Birnu.

 

Hm2013_maria

 

 

 

María var sú eina í hópnum sem slapp ekki við eldamennsku þessa viku í Puigcerda utan við að sinna öðrum verkefnum sem upp komu þá hugsaði hún um sérfæði  ofnæmna leikmannsins (og laumaði einni og einni aukasteik að karlmanni hópsins sem var sísvangur)

 

 

 

Hm2ö13_thjalfarar

Lars og Hulda stjórnuðu liðinu, hældu og skömmuðu hópinn eftir þörfum. Tvær ólíkar manneskjur sem þó unnu vel saman, hvort á sinn hátt.

 

Margrét fararstjóri fór fyrir hópnum og reddaði því sem þurfti að redda, átti vinnuaðstöðu við ýmar aðstæður, eins og Tinna.

HM2013_fararstjori