Dagbók fararstjóra – 3

Íslenska liðið í myndatöku
Íslenska liðið í myndatöku

Þriðjudagur 2.apríl
Frídagurinn leið ljúflega hjá okkur hér í Puigcerda. Morgunmatur kl.8 og svo upphitun, æfing og hádegismatur. Fyrir æfinguna var tekin liðsmynd og þar sem hvítu sokkarnir voru í þvotti eftir fyrsta leikinn þá voru stelpurnar í bláu treyjunum í þetta sinn.  Eftir hádegismat fór allur hópurinn í gönguferð í bæinn, tímasetning sérstaklega valin af eina karlmanni hópsins en það var einmitt Siesta og allar búðir lokaðar nema apótek og matvörubúð ;-) Þannig náðist hópurinn fljótt og vel saman aftur og haldið var upp á hótel í hvíld. Fyrrnefndur karlmaður, Lars þjálfari var búinn að liggja yfir leiknum í gær og æfingaleiknum og búinn að kortleggja andstæðingana. Hann fundaði síðan með liðinu sínu til að fara yfir áætlun morgundagsins. Tinna sjúkraþjálfari er búin að vinna með alla auma skrokka og gera sinn galdur þannig að það stefnir í að allar verði tilbúnar í næsta leik og ekkert verði gefið eftir.

Aðstæður hér eru mjög góðar, allur hópurinn er í rúmgóðum snyrtilegum herbergjum á sömu hæð þannig að samgangur er mikill og skemmtileg stemning. Maturinn  hefur verið ágætur og starfsfólk allt og bara allir sem vinna við mótið eru mjög elskulegir og hjálplegir. Búðir voru að vísu lokaðar á sunnudag og mánudag vegna páskahátíðar þannig að ekki var hægt að kaupa aukabita og hópurinn þurfti að seðja sárasta hungrið milli mála á ávöxtum, sem við fáum nóg af. Það hýrnaði því yfir stelpunum í dag að komast í búð.  Skautahöllin er svo í næsta húsi sem er algjör lúxus, afar þægilegt að geta skotist á milli.

kl. 13 að staðartíma er það síðan Króatía – Ísland og allir að senda góða strauma til stelpnanna - áfram Ísland!

HM_spani_2013_matur

HM_a_spani_2013_hopur

HM_a_spani2013_fridagur

HM_a_spani2013_fridagur

HM_a_Spani_2013_blak