D&C mótið - 5.6. og 7. flokkur í Egilshöll

D&C mótið 5.6. og 7. flokkur íshokkí
D&C mótið 5.6. og 7. flokkur íshokkí

D&C mótið í íshokkí fer fram nú um helgina í Egilshöll.  Um er að ræða 5.6. og 7. flokk úr öllum félögum landsins sem taka þátt.  Mótið hefst á laugardagsmorgun og lýkur um hádegisbil á sunnudag.

Það má því teljast öruggt að það verði líf og fjör í Egilshöll um helgina og eru allir velkomnir.  Mót af þessu tagi styrkir og eflir andann og gefur leikmönnum færi á að kynnast hverjum öðrum og um leið bætir getu í íshokkí, skautatækni og kylfuleikni.

Kaffi verður á könnunni og örugglega hægt að næla sér eitthvað gott í gogginn í sjoppunni.  Sjáumst hress og kát :-) tökum með okkur góða skapið. Afar og ömmur, frænkur og frændur sérstaklega velkomnir.