Champions Hockey League (Beint)

Í kvöld fer fram fyrri úrslitaleikurinn í Meistardeild Evrópu i íshokkí (Champions Hockey League). Liðin sem leika eru Metallurg Magnitogorsk frá Rússlandi annarsvegar og hinsvegar ZSC Lions Zurich frá Sviss. Svisslendingarnir tryggðu sig inn í úrslitin með tveimur góðum sigrum á finnska liðinu Espoo Blues á meðan Metallurg Magnitogorsk átti í meiri vandræðum með Salavat Yulayev Ufa sem einnig eru frá Rússlandi.
Í skoðanakönnun um hvort liðið hampar tittlinum sem er á heimasíðu deildarinnar er nokkuð jafnt á komið með liðunum. Rétt einsog í undanúrslitunum þá er hægt að horfa á leikina í beinni útsendingu á netinu. Leikurinn hefst klukkan 18.30 að íslenskum tíma og finna má tengil á heimasíðu keppninnar hægra megin á forsíðu ÍHÍ.
HH