Champions Hockey League

Þeir sem komast ekki í Laugardalinn í kvöld vegna snjóa geta þess í stað nýtt sér netið. Bæði til að fylgjast með framvindu leiksins í Laugardalnum en einnig til að fylgjast með síðari úrslitaleiknum í Champions Hockey League í beinni útsendingu á netinu. Sá leikur er milli ZSC Lions Zurich og Metallurg Magnitogorsk. Leikurinn hefst klukkan 20.30 að okkar tíma þannig að jafnvel þeir sem fara á leikinn í Laugardalnum ættu að ná einsog hálfum leik. Fyrri leikurinn endaði 2 -2 í Rússlandi og í kvöld verður leikið til þrautar.

HH