Champions hockey league

Einsog við sögðum frá á síðunni hérna rétt fyrir jól þá er hægt að horfa á undanúrslitaleikina í Champions hockey league í beinni á netinu. Báðir seinni leikirnir fara fram í dag og hefst sá fyrri klukkan 17.00 og sá síðari klukkan 20.30. Það sem þarf að gera er að fara á heimasíðu Champions hockey league og hlaða niður hugbúnaði sem gerir þetta kleift.

Í undanúrslitunum leika Salavat Yulayev Ufa (Rus) og  Metallurg Magnitogorsk (Rus) annarsvegar og hinsvegar Espoo Blues (Fin) og ZSC Lions Zurich (SUI). Fyrri leikur Salavat Yulayev Ufa  og Metallurg Magnitogorsk endaði 2 -1 en leikur Espoo Blues (Fin) og ZSC Lions Zurich (SUI) endaði 3 – 6.

Úrslitaleikirnir verða síðan leiknir heima og að heiman og fara fram 21. og 28. janúar nk. og verða að því að ég best veit einnig í beinni útsendingu.
Tengil á Champions hockey league má einnig finna hægra megin á heimasíðunni okkar.

Góða skemmtun.

HH