Champion Hockey League

Eins og kom fram hérna síðsumars hefur Alþjóða íshokkísambandið hleypt af stokkunum Meistarakeppni Evrópu (Champion Hockey League) í íshokkí. Keppni þessi er með svipuðu sniði og gerist í knattspyrnunni, þ.e. leikið er í riðlum en endað með undanúrslitum og úrslitum. Þeir leikir eru áætlaðir í desember en í janúar verða úrslitin leikin og er þá bæði leikið heima og að heiman. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér deildina er bent á heimasíðu hennar. Liðið sem vinnur þessa keppni mun síðan leika við sigurvegara NHL-deildarinnar í leik sem nefndur hefur verið Victoria-Cup.