Á íshokkíþingi sem haldið var í dag lagði formaðurinn Helgi Páll Þórisson fram tillögu um þrjá nýja aðila inn í Heiðursstúku ÍHÍ. Heiðursstúkan var sett af staði í fyrsta sinn á Íshokkíþingi 2023. Þeir einstaklingar sem eru tilnefndir í Heiðursstúku ÍHÍ fá tilnefninguna fyrir árangur og störf sín fyrir íshokkí á Íslandi. Margir hverjir hafa verið leikmenn, þjálfara, dómarar og stjórnarmenn í sínum félögum og verið virkir í störfum hjá ÍHÍ.
Að þessu sinni voru tilnefndir eftirtaldir aðilar:
Sigurður Sveinn Sigurðsson
Snorri Gunnar Sigurðarsson
Jón Þór Eyþórsson
Íshokkíhreyfingin vill þakka þessum aðilum fyrir ómetanlegt framlag til íshokkíhreyfingarinnar. Hlekkur á vef heiðursstúkunnar