Brynjumót - upptökur af leikjum

Frá leik í Brynjumótinu um sl. helgi
Frá leik í Brynjumótinu um sl. helgi

Okkur hafa borist fyrirspurnir um hvort 5. flokks leikirnir á Brynjumótinu kæmu ekki á netið. Allir leikirnir voru teknir upp og nú hefur tengill á þá verið settur undir "Upptökur" og síðan þarf að fara hægra meginn og smella á 5. flokkur upptökur.

Leikmenn í yngri flokkum hafa mikinn áhuga á að sjá spilamennsku sína og geta örugglega einnig lært eitt og annað af því. Það er því þakkarvert að menn taki leikina upp svo setja megi þá á netið.

Mynd: Anna Birna Guðlaugsdóttir

HH