Brons leikur eftir rétt um klukkustund

Það er komið að loka keppnisdegi hér í S-Kóreu, Ísland leikur loka leik mótsins við Ísrael. Ljóst er að ef að við leikum okkar hokkí næstu 60 mínúturnar og lendum ekki teljandi refsingavandræðum eigum við nokkuð góðan möguleika á því að sigra. Það er alveg ljóst að Ísrael hefur ekki sýnt mikið á þessu móti og því tel ég möguleika okkar vera nokkuð góða. En við skulum spyrja að leikslokum.