Bróderað í Istanbul

Það var undir lok æfingar í dag sem að Matthías Máni átti hörku skot á mark sem að fór í höfuð Ævars markmanns með þeim afleiðingum að Björn læknir þurfti að taka upp saumakittið. Raunar var það pökkurinn sem var að reyna að komast inn um grindina sem að gataði kappann. En þar sem maðurinn er heljarmenni var þetta ekki mikið mál. Snillingurinn lá á bekknum ódeyfður á meðan að Björn læknir setti í hann 6 spor. Ekki eitt tíst eða einn kippur. Hann lá bara graf kyrr eins og verið væri að klippa á honum hárið.

Annars er dagurinn búin að vera nokkuð rólegur bara ein æfing í dag og svo jogg og teygjur núna rétt fyrir kvöldmatinn. Það er góð stemming í hópnum fyrir næsta leik gegn norður Kóreu en hann hefst hér að staðartíma í Istanbúl klukkan 16:30 á morgun miðvikudag.

Við vitum það um norður Kóreu í dag að þeir eru sterkari en við bjuggumst við og við þurfum að spila agaðan og góðan leik gegn þeim. Leikur þeirra á móti Tyrkjum fór 8-3 í gær og komu þau úrslit nokkuð á óvart.

Nýjar myndir bættust við eftir daginn á þessari slóð.