Breytt form á úrslitakeppni

Á komandi tímabili verður úrslitakeppnin með breyttu sniði, eða öllu heldur undanfarinn að úrslitunum.  Að lokinni undankeppni munu efsta liðið keppa við neðsta liðið og liðið í öðru sæti keppir við liðið í þriðja sæti.  Þessar viðureignir verða "best af þremur".  Sigurvegarar úr þessum tveimur rimmum munu svo keppa um Íslandsmeistaratitilinn með sama fyrirkomulagi og verið hefur, þ.e. "best af fimm".
 
Þetta fyrirkomulag mun að öllum líkindum hleypa nýju lífi í úrslitin þar sem segja má að öll lið fá þarna nýtt tækifæri til að krækja í titilinn.  Jafnframt mun þetta fyrirkomulag gera meira úr deildarmeistaratitlunum og fyrir hann verða veitt sérstök verðlaun.