Breytingar á U20 hóp

Tim Brithén hefur valið tvo leikmenn í hóp landsliðs skipað leikmönnum tuttugu ára og yngri sem heldur til Jaca á Spáni til keppni á HM 2. deild b-riðils.

Vegna meiðsla verða eftirfarandi leikmenn ekki í hópnum:

Sigurður Reynisson SA
Jón Andri Óskarsson SR

Í stað þeirra komu eftirfarandi leikmenn inn í hópinn:

Kristján Albert Kristinsson Björninn
Matthías Már Stefánsson SA

Hópurinn heldur utan nk. fimmtudag.

HH