Breytingar á mótaskrá

Unnið hefur verið að því að undanförnu að uppfæra mótaskrá. Barnamótið sem vera átti um páskana hefur verið fært. Einnig voru tveir leikir hjá mfl. kvenna færðir frá mars og fram í apríl, af óviðráðanlegum ástæðum. Leikir í 2 flokki karla sem áttu að vera í byrjun mars voru svo færðir vegna þátttöku U18 liðsins á HM í Tyrklandi. Í stað þess leikur liðið æfingaleik við erlent lið sem verður hér í heimsókn. Mótaskránna má einsog alltaf finna hérna vinstra meginn á síðunni undir nafninu "Leikjadagskrá".

Myndina tók Ómar Þór Edvardsson

HH