Breyting á úrslitakeppni um 3. sæti

Björninn og Narfi sem leika munu til úrslita um 3. sætið hafa komist að samkomulagi í samvinnu við mótanefnd um breytingu á dagskrá leikja.  1. leikur átti að fara fram í kvöld þriðjudag en sá leikur hefur verið færður fram á föstudagskvöld kl. 21:30.  2. leikur sem fram átti að fara á Akureyri n.k. laugardag hefur verið færður suður í Egilshöll.  Tímasetning laugardagleiksins verður auglýst síðar.