Bréf til leikmanna.


Hér að neðan má sjá bréf frá þjálfara liðsins, Vilhelm Má Bjarnasyni, til leikmanna.

Sælir strákar,

Það að spila fyrir hönd þjóðar sinnar er einn æðsti heiður sem íþróttamanni getur hlotnast. Þið eruð ekki bara fulltrúar Íslands heldur einnig fyrirmynd yngri leikmanna og því eru virðing, stundvísi og agi mikilvæg atriði fyrir ykkur sem landsliðsleikmenn. Með það að sjónarmiði ætlast ég til þess að þið munið gera ykkar besta í alla staði, á svellinu sem og utan þess.

Ég vil biðja ykkur að hefja undirbúning og vera tilbúnir fyrir æfingabúðir á næstu vikum.

Þið getið haft samband við mig í gegnum email : vilhelmmar@gmail.com

Bestu kveðjur,

Vilhelm Már Bjarnason