Bosnía og Hersegóvína lögð með 13 mörkum gegn 1

Landslið íslands skipað leikmönnum yngri en 18 ára lék sinn fyrsta leik í sínum styrkleikariðli í heimsmeistarakeppni Alþjóða Íshokkísambandsins fyrr í dag, en leikið er í Istanbul Tyrklandi. 

Leikurinn var allan tímann í öruggum höndum okkar drengja sem réðu ferðinni og hleyptu Bosníumönnum aldrei alveg inn í leikinn. Það er hægt að lesa mikið út úr tölfræði leiksins. Ísland átti 50 skot á markið sem gáfu 13 mörk eða 3,8 skot á bakvið hvert mark. Hjá andstæðingunum er sama tölfræði svona. 10 skot á mark sem gaf 1 mark, það gera 10 skot á bak við hvert mark. 

Góð dreifing var á mörkum liðsins en SRingurinn Helgi Bjarnason var sjóðandi heitur í dag og skoraði 4 mörk og var í leikslok kosinn besti maður liðsins og fékk smá viðurkenningu frá mótshöldurum í Tyrklandi. Annars skiptust mörk og stoðsendingar svona:

Mörk/Stoðseningar

Helgi Bjarnason 4/0
Ólafur Björgvinsson 0/2
Hektor Hrólfsson 0/4
Bjartur Westin 0/2
Bjarmi Kristjánsson 2/0
Askur Reynisson 1/2
Stefán Guðnason 2/1
Bjarki Jóhannsson 1/1
Þorleifur Sigvaldason 0/1
Alex Ingason 1/1
Ymir Haflida 1/0
Haukur Karvelsson 1/4 

Haukur er því stigahæsti maður liðsins með samtals 5 stig.

Næsti leikur liðsins er á morgun klukkan 17:00 á íslenskum tíma gegn heimamönnum Tyrkjum.