Björninn - Ynjur umfjöllun.


Frá leik í kvennaflokki.                                                                                                   Mynd: Elvar Freyr Pálsson

Einn leikur fór fram í meistaraflokki kvenna á laugardagskvöld þegar Björninn og Ynjur mættust. Leiknum lauk með sigri gestanna í Ynjum sem gerðu 7 mörk gegn tveimur mörkum Bjarnarkvenna.

Ynjur höfðu frumkvæðið í leiknum allan tímann en rétt eftir miðja lotu kom Elísbet Kristjánsdóttir þeim yfir og innan við mínútu síðar bætti Védís Áslaug Valdimarsdóttir öðru marki við. Bjarnarkonur náðu þó að rétta sinn hlut fyrir leikhlé með marki frá fyrirliða sínum Steinunni Erlu Sigurgeirsdóttir.

Nokkuð rólegt var yfir leiknum hvað markaskorun varðaði í annarri lotu en eina mark lotunnar skoraði Diljá Sif Björgvinsdóttir en hún átti eftir að láta meira að sér kveða áður en yfir lauk. Staðan því 1 - 3 Ynjum í vil.

Í þriðju lotunni gerðu Ynjur hinsvegar út um leikinn því fljótlega í lotunni bættu þær við tveimur mörkum, en þar voru á ferðinni Hrund Thorlacius og fyrrnefnd Diljá Sif. Steinunn Erla minnkaði muninn í 2 - 5 fyrir Björninn en lokaorðin áttu Ynjur. Diljá Sif fulllkomnaði þrennuna sína skömmu fyrir leikslok en síðasta markið átti systir hennar, Silvía Rán Björgvinsdóttir.

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir 2/0
Kristín Ingadóttir 0/1

Refsingar Björninn: 8 mínútur.

Mörk/stoðsendingar Ynjur:

Diljá Sif Björgvinsdóttir 3/2
Hrund Thorlacius 1/2 
Elísabet Kristjándsóttir 1/1
Silvía Rán Björgvinsdóttir 1/1
Védís Áslaug Valdimarsdóttir 1/0
Kristín Björg Jónsdóttir 0/1
Díana Mjöll Björgvinsdóttir 0/1

Refsingar Ynjur: 2 mínútur.

HH