Björninn - Ynjur umfjöllun

Björninn og SA Ynjur léku síðastliðinn laugardag í meistaraflokki kvenna. Leiknum lauk með sigri Bjarnarkvenna sem gerðu níu mörk gegn tveimur mörkum Ynja.

Bjarnarstúlkur komu ákveðnar til leiks og að lokinni fyrstu lotu var staðan 2 – 0 þeim í vil en bæði mörkin komu frá Hönnu Rut Heimisdóttir og í báðum tilvikur átti Sigrún Sigmundsdóttir stoðsendinguna.

Í annarri lotunni hófst mikil markaveisla og áður en yfir lauk höfðu verið gerð sjö mörk. Fimm markanna gerði Björninn en Ynjur tvö. Staðan því orðin 7 – 2 Birninum í vil.

Bjarnarstúlkur áttu síðan síðasta orðið í þriðju lotunni og bættu við tveimur mörkum sem rétt einsog í fyrstu lotunni komu frá Hönnu Rut.

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Hanna Rut Heimisdóttir 4/2
Ingibjörg G. Hjartardóttir 2/0
Sigrún Sigmundsdóttir 1/3
Lilja María Sigfúsdóttir 1/1
Steinunn Sigurgeirsdóttir 1/0
Sigríður Finnbogadóttir 0/1

Refsimínútur Björninn: 8 mínútur.

Mörk/stoðsendingar SA Ynjur:

Arndís Sigurðardóttir 2/0
Linda Brá Sveinsdóttir 0/1
Guðrún Arngrímsdóttir 0/1

Refismínútur SA Ynjur: 22 mínútur.

HH