Björninn - Ynjur umfjöllun

Frá leiknum sl. laugardag
Frá leiknum sl. laugardag

Björninn og Ynjur áttust við í Hertz-deild kvenna síðastliðinn laugardag. Leiknum lauk með sigri Ynja sem gerðu átta mörk gegn einu marki Bjarnarkvenna. Þetta er í þriðja sinn í röð sem liðin mætast og ávallt hafa Ynjur skorað átta mörk á Björninn.

Ynjur byrjuðu leikinn með látum og áður en átta mínútur voru liðnar af fyrstu lotu höfðu þær náð þriggja marka forystu. S-in tvö, Silvía og Sunna Björgvinsdætur áttu sitthvort markið en það þriðja átti Teresa Snorradóttir.
Nanna Amelía Baldursdóttir minnkaði hinsvegar muninn í upphafi annarrar lotu en undir blálok lotunnar bætti fyrrnefnd Silvía við foystu Ynja aftur.
Þriðja lotan var hinsvegar eign Ynja hvað markaskorun varðaði. Alls gerðu þær fjögur mörk, Harpa Benediktsdóttir átti eitt þeirra en Sunna Björgvinsdóttir gerði hin þrjú.

Með sigrinum komust Ynjur í efsta sæti deildarkeppninnar, hafa 17 stig, einu meira en Ásynjur sem koma næstar.

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Nanna Amelía Baldursdóttir 1/0

Refsingar Björninn: 6 mínútur.

Mörk/stoðsendingar Ynjur:

Sunna Björgvinsdóttir 4/1
Silvía Rán Björgvinsdóttir 2/3
Harpa Benediktsdóttir 1/0
Teresa Snorradóttir 1/0
Kolbrún Garðarsdóttir 0/1

Refsingar Ynja: 2 mínútur.

Mynd: Kári Freyr Jensson


HH