Björninn - Víkingar umfjöllun

Frá leiknum á laugardag
Frá leiknum á laugardag

Björninn og Víkingar áttust við á íslandsmóti karla í íshokkí á laugardagskvöld. Leiknum lauk með sigri Bjarnarins sem gerði fimm mörk gegn einu marki Víkinga.

Bæði lið byrjuðu leikinn með miklum látum en heimamenn voru þó öllu sókndjarfari.  Bjarnarmenn nýttu sér svo  varnarmistök Víkinga og komust yfir með marki frá Matthíasi Skildi Sigurðssyni. Tveimur mínútum síðar var Matthías aftur á ferðinni Bjarnarmenn í góðum málum. Víkingar náðu hinsvegar að minnka muninn niður í eitt mark skömmu fyrir hlé þegar þeir nýttu sér að vera einum fleiri á ísnum en. Markið gerði Andri Freyr Sverrisson eftir mikinn atgang í varnarsvæði Bjarnarmanna
Leikurinn jafnaðist svo í annarri lotu og liðin skiptust á að sækja að sækja en þrátt fyrir nokkuð af tækifærum náði hvorugt liðið að segja mark.
Þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir af leiknum fullkomnaði Matthías Skjöldur þrennu sína eftir laglegt spil Bjarnarmanna. Víkingar brugðu þá á það ráð að taka markmann sinn af velli og bæta við sóknarmanni. Það skilaði ekki tilætluðum árangri og Úlfar Jón Andrésson bætti við tveimur mörkum í autt mark Víkinga.

Björninn hefur nú 17 stig, fjórum meira en Víkingar sem koma næstir en bæði liðin hafa leikið sex leiki. Í þriðja sæti koma svo Húnar með 9 stig einnig eftir sex leiki.

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Matthías Skjöldur Sigurðsson 3/0
Úlfar Jón Andrésson 2/3
Ólafur Hrafn Björnsson 0/2
Andri Már Helgason 0/1
Róbert Freyr Pálsson 0/1

Refsingar Björninn: 12 mínútur

Mörk/stoðsendingar Víkingar:

Andri Freyr Sverrisson 1/0

Refsingar Víkinga: 4 mínútur.

Mynd: Gunnar Jónatansson

HH