Björninn - Víkingar umfjöllun

Björninn og Víkingar mættust á laugardagskvöldið í karlaflokki og fór leikurinn fram í Egilshöll. Leiknum lauk með sigri Víkinga sem gerðu eitt mark gegn engu marki Bjarnarins.

Það er ekki oft sem einungis eitt mark er skorað í meistaraflokksleik hér á Íslandi en það var semsagt raunin í Egilshöllinni. Markið kom strax í fyrstu lotu og þar var á ferðinni Sigurður Sveinn Sigurðsson en engin stoðsending var skráð á markið. Liðin skiptust á að sækja allan leikinn og rétt einsog úrslitin gefa til kynna voru markmennirnir, þeir Ómar Smári Skúlason og Styrmir Snorrason, í feiknarformi allan leikinn. 

Með sigrinum náðu Víkingar að draga á Björninn hvað stigamun varðar en Björninn hefur enn tíu stiga forskot á Víkinga sem eiga þrjá leiki til góða á Björninn.

Refsingar Björninn: 12 mínútur.

Mörk/stoðsendingar Víkingar:

Sigurður S. Sigurðsson 1/0

Refsingar Víkingar: 22 mínútur.

Mynd: Sigurgeir Haraldsson 

HH