Björninn - Víkingar umfjöllun

Björninn og Víkingar léku á föstudaginn á íslandsmótinu í meistaraflokki karla og fór leikurinn fram í Egilshöllinni. Leiknum lauk með sigri Víkinga sem gerðu fimm mörk gegn fjórum mörkum Bjarnarmanna eftir að staðan hafði verið jöfn að loknum hefðbundnum leiktíma, 4 – 4.

Segja má að allir leikir í meistaraflokki karla séu leikir upp á líf og dauða og að hvert einasta stig sem liðin geta náð í telji. Leikmenn hafa að sjálfsögðu farið með það í huga inn í leikinn enda spennustigið hátt.
Víkingar áttu þó öllu betri byrjun og sóttu af krafti en þegar lotan var rétt rúmlega hálfnuð var staðan orðin 0 – 4 þeim í hag og Bjarnarmenn komnir í töluverða klípu. Andri Freyr Sverrisson kom Víkingum á bragðið.  Lars Foder átti annað og fjórða markið en á milli þeirra skoraði Steinar Grettisson. Bjarnarmenn komu sér hinsvegar á blað í lotunni með marki frá Andra Má Helgasyni og staðan því 1 – 4 eftir fyrstu lotu.
Í annarri lotunni má segja að dæmið hafi snúist nokkuð við. Bjarnarmenn bættu í sóknina og uppskáru þrjú mörk. Matthías Skjöldur Sigurðsson skoraði þegar tæpar fimm mínútur voru liðnar af lotunni. Þegar skammt var eftir af lotunni gerðu svo Ólafur Hrafn Björnsson og Arnar Bragi Ingason sitthvort markið og leikurinn í járnum og staðan 4 – 4
Leikurinn var svo í jafnvægi  í síðustu lotunni en hvorugt liðið náði að skora og framlenging því staðreynd.
Framlengingin var ekki löng en þegar um ein og hálf mínútna var liðin tryggði Björn Már Jakobsson Víkingum aukastigið sem í boði var.  

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Matthías Skjöldur Sigurðsson 1/1
Ólafur Hrafn Björnsson 1/1
Andri Már Helgason 1/0
Arnar Bragi Ingason 1/0
Einar Sveinn Guðnason 0/1
Birkir Árnason 0/1
Kópur Guðjónsson 0/1
Sigurður Óli Árnason 0/1.

Refsingar Björninn: 24 mínútur

SA Víkingar:
Lars Foder 2/0
Björn Már Jakobsson 1/1
Steinar Grettisson 1/1
Andri Freyr Sverrisson 1/0
Sigurður Sveinn Sigurðsson 0/3
Andri Már Mikaelsson 0/2
Stefán Hrafnsson 0/1,

Utan vallar: 52 mínútur

HH