Björninn vann Sveinsbikarinn

Árlega etja kappi í íshokkí þeir leikmenn sem komnir eru af léttasta skeiði. Gulldrengir þessir tókust á um nýliðna helgi og voru ótrúleg glæsitilþrif oft á tíðum sýnd. Leikið var bæði í Egilshöll og Laugardal og veitti ekki af því fyrirferð leikmenna hefur aukist með árunum.  Keppt er um Sveinsbikarinn sem að Suðulist gaf í minningu Sveins Kristdórssonar bakarameistara. Björninn sigraði bæði SR og SA og sigraði mótið sannfærandi SR varð í öðru sæti og SA í því þriðja. Gestir mótsins var hið glæsilega landslið kvenna sem að tók þátt í mótinu og var þátttaka þeirra liður í æfingu þeirra fyrir heimsmeistara mót kvenna á Nýja Sjálandi.