Björninn vann báða leikina fyrir norðan

Björninn gerði góða ferð í greipar Narfa frá Hrísey og sigraði í báðum leikjum helgarinnar sem leiknir voru í Skautahöllinni á Akureyri. Fyrri leikurinn var leikinn á laugardagskvöld, hann sigraði Björninn 4 -8 og seinni leikinn sem leikinn var í morgun sigraði Björninn 2 - 3.  Björninn og Narfi eru þá jöfn að stigum í deildinni með 10 stig en Björninn hefur leikið einum leik minna.