Björninn - UMFK Esja umfjöllun

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Björninn bar í gærkvöld sigurorð af UMFK Esju með fimm mörkum gegn fjórum eftir að jafnt hafði verið að loknum hefðbundnum leiktíma. Það var Brynjar Bergmann sem tryggði Bjarnarmönnum aukastigið sem í boði var eftir stoðsendingu frá Hrólfi M. Gíslasyni.
Esja byrjaði leikinn betur hvað markaskorun varðaði þegar Gunnar Guðmundsson kom þeim á blað um miðja lotu. Manni fleiri bættu Esja við marki skömmu síðar en þar var á ferðinni Mike Ward. Tvö mörk frá Esju komu fljótlega í byrjun annarrar lotu og Bjarnarmenn nokkuð slegnir útaf laginu. Smátt og smátt náði Bjarnarmenn hinsvegar að vinna sig inn í leikinn og áður en önnur lotan var á enda höfðu þeir minnkað muninn í eitt mark. Um miðja þriðju lotu jafnaði Falur Birkir Guðnason svo metin í 4 – 4. Markið kom, einsog þrjú önnur marka Bjarnarins, þegar liðið var manni fleiri á ísnum en liðið hefur bestu nýtingu allra liða í að nýta sér liðsmun. Lokamínúturnar voru því æsispennandi en hvorugu liðinu tókst þó að skora og því framlengt, einsog áður kom fram.

Mörk/stoðsendingar Björninn:
Brynjar Bergmann 1/3
Lars Foder 1/1
Hrólfur Gíslason 1/1
Birkir Árnason 1/0
Falur Birkir Guðnason 1/0
Nicolas Antonoff 0/1

Refsingar Björninn: 20 mínútur.

Mörk/stoðsendingar UMFK Esja:
Mike Ward 2/0
Gunnar Guðmundsson 1/1
Þorsteinn Björnsson 1/1
Egill Þormóðsson 0/2
Einar Sveinn Guðnason 0/1

Refsingar UMFK Esja: 12 mínútur.

Mynd: Gunnar Jónatansson

HH