Björninn - UMFK Esja umfjöllun

Frá leiknum í gær
Frá leiknum í gær

UMFK Esja lagði í gærkvöld Björninn með  7 mörkum gegn 3 en leikurinn fór fram í Egilshöll. Þetta er í annað skiptið sem liðin mætast á þessu tímabili en síðast þegar liðin mættust gerði Esja út um leikinn á fyrstu níu mínútum hans. Í byrjun leit út fyrir að það sama yrði upp á teningnum því fyrsta mark Esju kom áður en mínúta var liðin af leiknum og það átti Ólafur Hrafn Björnsson. Í þetta skiptið jafnaði Björninn hinsvegar stuttu síðar með marki frá Lar Foder.  Andri Þór Guðlaugsson skoraði hinsvegar jafnharðan fyrir Esju en það var jafnframt síðasta markið í lotunni.
Önnur lotan var jöfn og spennandi . Liðin skiptust á jafnan hlut hvað markaskorun varðaði, þ.e. bæði lið skoruðu tvö mörk. Bæði mörk Esju átti kanadamaðurinn Kole Bryce með hörkuskotum af löngu færi.  Mörk Bjarnarins gerðu þeir Falur Guðnason og Trausti Bergmann. Staðan því 3 – 4 að lokinni annarri lotu og leikurinn galopinn. Leikmenn Esju náðu að skora mark strax á fyrstu mínútu þriðju lotu og eftir það var á brattann að sækja fyrir Björninn og gestirnir gulltryggðu sér sigurinn með því að skora tveimur mörkum án þess að Björninn næði að svara fyrir sig.

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Falur Birkir Guðnason 1/0
Trausti Bergmann 1/0
Lars Foder 1/0
Arnar Breki Elfar 0/1
Úlfar Jón Andrésson 0/1
Aron Knútsson 0/1
Brynjar Bergmann 0/1

Refsingar Björninn:  16 mínútur.

Mörk/stoðsendingar UMFK Esja:

Ólafur Hrafn Björnsson 2/1
Kole Bryce 2/0
Egill Þormóðsson 1/2
Andri Þór Guðlaugsson 1/0
Pétur Maack 1/0
Kristján Gunnlaugsson 0/1
Hjörtur Geir Björnsson 0/1
Einar Sveinn Guðnason 0/1
Matthías S Sigurðsson 0/1

Refsingar UMFK Esja: 6 mínútur.

Mynd: Gunnar Jónatansson

HH