Björninn - UMFK Esja

Frá leiknum í gærkvöld
Frá leiknum í gærkvöld

Björninn tryggði sér stigin þrjú sem í boði voru þegar liðið mætti UMFK Esju í Egilshöllinni í gærkvöld. Lokatölur leiksins urðu þær að Bjarnarmenn gerðu sjö mörk gegn þremur mörkum UMFK Esju.
Bjarnarmenn hófu leikinn af meiri krafti en gestirnir í Esju og það var því aðeins gegn gangi leiksins þegar Ólafur Hrafn Björnsson kom þeim yfir á áttundu mínútu með góðu skoti. Átta mínútum síðar jafnaði Falur Birkir Guðnason metin fyrir Björninn og áður en lotan var úti komust Bjarnarmenn yfir með marki frá Brynjari Bergmann eftir gott samspil hans við Lars Foder og fyrrnefndar Fal Birkir.
Esjumenn tóku betur við sér í annarri lotu en það voru samt Bjarnarmenn sem skoruðu fyrstu tvö mörk lotunnar. Fyrra markið átti Nicolas Antonoff þegar Björninn var manni yfir á svellinu og það síðara Brynjar Bergmann. Esjumenn náðu hinsvegar að svara fyrir sig áður en lotan var úti og nýttu sér þá vel að vera manni fleiri á ísnum í fimm mínútur eftir að Brynjar hafði verið sendur í sturtu. Fyrra markið átti Pétur Maack og það síðara Hjörtur Geir Björnsson. 4 – 3 eftir aðra lotu  og leikurinn galopinn. Um miðja þriðju lotuna misstu Esjumenn mann í boxið og Bjarnarmenn sem hafa nýtt sér vel þennan veturinn að vera manni fleiri á ísnum nýttu sér það þegar Bergur Árni Einarsson jók forskot þeirra. Á tveimur mínútum skömmu síðar gerðu þeir Úlfar Jón Andrésson og Lars Foder útum leikinn með sitthvoru markinu.

Mörk/stoðsendingar Björninn:
Brynjar Bergmann 2/1
Lars Foder 1/4
Falur Birkir Guðnason 1/2
Nicolas Antonoff 1/2
Úlfar Jón Andrésson 1/1
Bergur Árni Einarsson 1/1

Refsingar Björninn: 33 mínútur

Mörk/stoðsendingar UMFK Esja:
Ólafur Hrafn Björnsson 1/2
Hjörtur Geir Björnsson 1/0
Pétur Maack 1/0
Kole Bryce 0/1

Refsingar UMFK Esja: 42 mínútur.

Mynd: Gunnar Jónatansson

HH