Björninn tryggir sér Brons 6 -2 í leik 2

Leikur 2 um brons á íslandsmóti karla var leikinn í Egilshöll í gærkvöldi. Þar tók lið Bjarnarins á móti liði Narfa og var þetta leikur þeirra númer 2.

Björninn vann þennan leik nokkuð örugglega eins og þann fyrri og tryggði sér þar með Brons á íslandsmóti karla þetta tímabil. ÍHÍ óskar Bjarnarfólki til hamingju með sigranna.