Björninn - SR - umfjöllun.

Leikur gærkvöldsins, allavega til að byrja með, gaf ágætis fyrirheit um að góð skemmtun væri framundan. Greinilegt er að öll liðin eru að ná upp meiri hraða í leik sínum og fín tilþrif sáust hjá báðum liðum. Töluvert vantaði af mannskap í Bjarnarliðið og var það óneitanlega veikara fyrir vikið. SR-ingar voru greinilega ekki á leiðinni að tapa sínum fjórða leik í röð og strax eftir fyrsta leikhluta var staðan orðin 0 - 3 þeim í vil (14 - 8) þrátt fyrir að Bjarnamenn væru með fleiri skot á mark. Í öðrum leikhluta var það sama upp á teningnum og endaði hann 1 - 3 SR í vil (10 - 28) og staðan því orðin erfið fyrir Bjarnarmenn. Seinasti leikhlutinn endaði síðan 2 - 3 (13 - 12) SR-ingum í vil og unnu þeir því öruggan sigur 3 - 9. Það verður nú bara að segjast einsog er að seinni partur leiksins var sumum leikmönnum til lítils sóma og vonandi fara menn að taka sig saman í andlitinu og spila gott hokkí fyrst og fremst. Sómaverðlaunin fá hinsvegar trommarastuðningssveit Bjarnarnins sem lífgaði mjög upp á leikinn og gerði sitt besta til að hvetja sína menn.

Mörk/stoðsendingar Björninn:
Marteinn Sigurðsson 1/1
Daði Örn Heimisson 1/0
Kolbeinn Sveinbjarnarson 1/0
Marcin Diakow 0/1
Brottrekstar / fjöldi Björninn: 105 mín /18

Mörk/stoðsendingar SR: Mirek Krivanek 2/1
Petr Krivanek 2/1
Gauti Þormóðsson 1/2
Þorsteinn Björnsson 1/2
Steinar Páll Veigarsson 1/0
Helgi Páll Þórisson 1/0
Todd Simpson 1/0
Egill Þormóðsson 0/1
Pétur Maack 0/1
Brottrekstrar / fjöldi SR: 71/20

HH