Björninn - SR umfjöllun

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Björninn mætti Skautafélagi Reykjavíkur á íslandsmóti karla í gærkvöld og lauk leiknum með sigri Bjarnarins sem gerði sjö mörk gegn tveimur mörkum gestanna í SR. Sigur Bjarnarmanna var nokkuð öruggur en eitthvað var um fjarveru leikmanna SR af ýmsum ástæðum.
Bæði lið byrjuðu nokkuð spræk í fyrstu lotu en smátt og smátt náðu Bjarnarmenn yfirhöndinni. Það var síðan Gunnar Guðmundsson sem kom þeim yfir þegar lotan var um það bil hálfnuð en það var jafnframt eina mark lotunnar.
Í annarri lotu fóru Bjarnarmenn bættu Bjarnarmenn enn í og á fimm mínútna kafla í lotunni fóru þeir langt með að gera út um leikinn með því að skora þrjú mörk. Fyrsta markið átti Daniel Kolar og síðan bættu þeir Brynjar Bergmann og Falur Birkir Guðnason við marki.
Í þriðju lotunni náði Pétur Maack að laga aðeins stöðuna fyrir SR-inga með tveimur mörkum með skömmu millibili. Bjarnarmenn áttu hinsvegar lokaorðin og gerðu síðustu tvö mörk leiksins. Fyrra markið átti Edmunds Induss en það síðara Lars Foder.

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Lars Foder 1/2
Brynjar Bergmann 1/2
Falur Birkir Guðnason 1/2
Gunnar Guðmundsson 1/0
Sturla Snær Snorrason 1/0
Edmunds Induss 1/0
Daniel Kolar 1/0
Róbert Freyr Pálsson 0/1
Ólafur Hrafn Björnsson 0/1
Andri Már Helgason 0/1

Refsingar Björninn: 40 mínútur

Mörk/stoðsendingar SR:

Pétur A. Maack 2/0
Miloslav Racansky 0/1
Tómas Tjörvi Ómarsson 0/1

Refsingar SR: 28 mínútur.

Mynd: Hafsteinn Snær Þorsteinsson

HH