Björninn - SR umfjöllun

Frá leik í íslandsmóti
Frá leik í íslandsmóti

Skautafélag Reykjavíkur  sótti gærkvöld Björninn heim á íslandsmótinu í karlaflokki. Leiknum lauk með sigri Bjarnarins sem gerði sjö mörk gegn engu marki SR-inga.  Fyrir leikinn hafði Björninn fengið liðstyrk en varnarmaðurinn Róbert Freyr Pálsson var mættur til leiks ásamt því að Birgir Jakob Hansen og Sigurður Óli Árnason hafa tekið fram skautana að nýju.

Heimamenn voru töluvert sterkari allan leikinn en fyrsta markið kom þegar rúmlega þrjár mínútur voru liðnar af fyrstu lotu. Markið gerði Úlfar Jón Andrésson. Fjórum mínútum síðar bætti Brynjar Bergmann við öðru marki en stoðsendinguna átti fyrrnefndur Sigurður Óli Árnason.

Í annarri lotunni bættu heimamenn við tveimur mörkum sem bæði komu frá Daniel Kolar sem virðist vera að jafna sig af meiðslum sem hann hlaut nýverið.

Í þriðju og síðustu lotunni bættu Bjarnarmenn síðan við þremur mörkum á stuttum tíma eftir miðja lotuna. Daniel Kolar fullkomnaði þar þrennu sína en hin mörkin skoruðu þeir Trausti Bergmann og Ólafur Hrafn Björnsson.

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Daniel Kolar 3/0
Ólafur Hrafn Björnsson 1/1
Úlfar Jón Andrésson 1/1
Trausti Bergmann 1/1
Brynjar Bergmann 1/0
Sigurður Óli Árnason 0/2
Birkir Árnason 0/2
Birgir Jakob Hansen 0/1
Falur Birkir Guðnason 0/1

Refsingar Björninn: 58 mínútur

Refsingar SR: 92 mínútur.

Mynd: Ómar Þór Edvardsson

HH