Björninn - SR umfjöllun


Frá leik í kvennaflokki                                                                                              Mynd: Bryndís Ingibjörg Björnsdóttir

Í gærkvöldi léku í Egilshöll lið Bjarnarins og Skautafélags Reykjavíkur í meistaraflokki kvenna. Leiknum lauk með sigri Bjarnarins sem gerði sex mörk gegn einu marki SR-kvenna.

Einsog von mátti eiga á sóttu Bjarnarkonur töluvert meira í leiknum og Arna Rúnarsdóttir markvörður SR-inga hafði því í nógu að snúast. Hún hélt hreinu alla fyrstu lotuna en í byrjun annarrar lotu kom Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir Bjarnarkonum yfir í leiknum. SR-konur náðu hinsvegar að svara fyrir sig með marki frá Guðbjörgu Grönvold um það bil mínútu síðar. Sigrún Sigmundsdóttir kom þó Bjarnarkonum fljótlega yfir aftur  og áður en annarri lotu lauk hafði Ingibjörg Guðríður Hjartardóttir komið þeim í þægilega 3 - 1 stöðu.
Eftir miðja þriðju lotu náðu Bjarnarstúlkur síðan að klára leikinn með þremur mörkum á tveimur mínútum. Tvö þeirra átti fyrrnefnd Sigrún Sigmundsdóttir en það síðasta Sóley Jóhannesdóttir en þetta var jafnframt fyrsta mark hennar í meistaraflokki kvenna.

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Sigrún Sigmundsdóttir 3/1
Ingibjörg Guðríður Hjartardóttir 1/1
Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir 1/0
Sóley Jóhannesdóttir 1/0
Kristín Ingadóttir 0/2
Heiðrún Rut Unnarsdóttir 0/1
Lilja María Sigfúsdóttir 0/1

Refsingar Björninn: 4 mínútur

Mörk/stoðsendingar SR:

Guðbjörg Grönvold 1/0

Refsingar SR: 10 mínútur

HH