Björninn - SR umfjöllun


Úr leik á íslandsmótinu                                                                                                              Mynd: Ómar Þór Edvardsson

Skautafélag Reykjavíkur heimsótti Björninn í meistaraflokki karla í gærkvöld og lauk leiknum með sigri Bjarnarins sem gerði níu mörk gegn þremur mörkum SR-inga.

Síðasti leikur liðanna var æði spennandi og endaði í framlengingu með gullmarki og því áhugavert að sjá hvernig þessi viðureign yrði. Liðin skiptust á að sækja í fyrstu lotunni en það voru þeir  Ólafur Hrafn Björnsson og Brynjar Bergmann sem komu Birninum í 2 – 0 þegar nokkuð var liðið á fyrstu lotu. Einni sekúndu fyrir lotulok minnkaði Pétur Maack hinsvegar muninn fyrir SR-inga og leikurinn í járnum.
Bjarnarmenn bættu síðan í forskotið í annarri lotu en einum færri náðu þeir Hjörtur Geir Björnsson og Brynjar Bergmann að skora. Bjarnarmenn voru ekki hættir og eftir að jafnast hafði í liðum bættu þeir við tveimur mörkum en síðara markið, rétt einsog mark SR-inga í lotunni á undan, kom þegar ein sekúnda var eftir af lotunni. Staðan því 6 -1 Birninum í vil að lokinni annarri lotu.
Bjarnarmenn tóku einnig síðustu lotuna í leiknum en hana unnu þeir með 3 mörkum gegn 2 og því örugg þrjú stig í hús til þeirra.

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Falur Birkir Guðnason  2/1
Hjörtur Geir Björnsson 2/1
Brynjar Bergmann 2/0
Úlfar Jón Andrésson 2/0
Ólafur Hrafn Björnsson 1/1
Óli Þór Gunnarsson 0/1
Steindór Ingason 0/1
Matthías Skjöldur Sigurðsson 0/1

Refsingar Björninn: 30 mínútur

Mörk/stoðsendingar SR:

Pétur Maack 3/0
Guðumundur Björgvinsson  0/1
Egill Þormóðsson 0/1
Ævar Þór Björnsson 0/1

Refsingar SR: 38 mínútur