Björninn - SR umfjöllun


Björninn og Skautafélag Reykjavíkur áttust við á íslandsmóti karla í gærkvöld og lauk leiknum með sigri Bjarnarins sem gerði 5 mörk gegn 4 mörkum SR-inga eftir að staðan var jöfn 4 – 4 að loknum hefðbundnum leiktíma.
Bjarnarmenn sem voru án síns stiga- og markahæsta manns,  Daniel Kolars, sem glímir við meiðsli á hné. Þeir létu það ekki á sig fá og strax á fyrstu mínútu leiksins komust þeir yfir með marki frá Arnari Braga Ingasyni  og skömmu eftir miðja fyrstu lotuna jók Matthías Skjöldur Sigurðsson muninn fyrir heimamenn í 2 – 0. Steinar Páll Veigarsson fyrirliði SR-inga minnkaði hinsvegar muninn fyrir muninn fyrir þá stuttu áður en lotan var úti.
Bjarnarmenn komu sprækir til leiks í annarri lotu og komu sér í þægilega 4 – 1 stöðu með mörkum frá Hirti Geir Björnssynni og  Fal Birki Guðnasyni . SR-ingar voru hinsvegar ekki af baki dottnir og í þriðju lotunni jöfnuðu þeir leikinn. Egill Þormóðsson átti fyrsta markið fyrir SR-inga en hin tvö átti Daníel Steinþór M. Norðdahl en það síðar kom þegar 46 sekúndur lifðu leiks. Framlenging var því staðreynd en í henni tryggði Ólafur Hrafn Björnsson Birninum aukastigið sem í boði var.

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Ólafur Hrafn Björnsson 1/1
Arnar Bragi Ingason 1/0
Matthías Skjöldur Sigurðsson 1/0
Falur Birkir Guðnason 1/0
Hjörtur Geir Björnsson 1/0
Kópur Guðjónsson 0/1
Hrólfur Gíslason 0/1
Birkir Árnason 0/1

Refsingar Björninn: 8 mínútur

Mörk/stoðsendingar SR:

Daníel Steinþór M. Norðdahl 2/1
Egill Þormóðsson 1/1
Steinar Páll Veigarsson 1/0
Pétur Maack 0/1
Guðmundur Þorsteinsson 0/1

Refsingar SR:  10 mínútur

HH