Björninn - SR umfjöllun


Frá leik Bjarnarins og SR í gærkvöld                                                                                   Mynd: Bryndís Ingibjörg Björnsdóttir


Björninn og Skautafélag Reykjavíkur léku í gærkvöld á íslandsmóti kvenna í íshokkí. Leiknum lauk með sigri Bjarnarins sem gerði ellefu mörk gegn engu marki SR-kvenna. Gleðilegt var að sjá að bæði lið mættu vel mönnuð til leiks því á endanum mun breiddin aukin fjöldi leikmanna mun með tíð og tíma auka breiddina í kvennahokkí. Þetta er annar leikur þessara liða á tímabilinu en þeim fyrsta lauk með stórsigri Bjarnarkvenna sem gerðu 29 mörk gegn 3 mörkum SR-inga.

Einsog tölurnar gefa til kynna hafði Björninn nokkura yfirburði en þó voru sóknartækifæri á báða bóga. Bjarnarkonur eitt mark í fyrstu lotunni og var þar á ferðinni Flosrún Vaka Jóhannesdóttir.  Í annarri og þriðju lotunni bættu Bjarnakonur í og sérstaklega fóru þær Elva Hjálmarsdóttir og Hrund Thorlacius mikinn í markaskorun en Björninn gerði fimm mörk í hvorri lotu eftir þá fyrstu.   

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Elva Hjálmarsdóttir 4/0
Hrund Thorlacius 3/0
Flosrún Vaka Jóhannesdóttir 2/1
Ingibjörg G Hartardóttir 1/1
Snædís Kristjánsdóttir 1/0
Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir 0/3
Kristín Ingadóttir 0/1
Sigrún Sigmundsdóttir 0/1
Rebekka Þórhallsdóttir 0/1
Lilja Sigfúsdóttir 0/1

Refsingar Björninn: 10 mínútur

Refsingar SR: 6 mínútur.