Björninn - SR umfjöllun

Björninn og Skautafélag Reykjavíkur áttust við á íslandsmótinu í íshokkí í gærkvöld og lauk leiknum með sigri Bjarnarins sem gerði sex mörk gegn fimm mörkum SR-inga.
Þrátt fyrir að hafa ekki riðið feitum hesti frá síðustu leikjum  mættu Bjarnarmenn ákveðnir til leiks. Jafnræði var þó með liðunum allan leikinn en Bjarnarmenn voru þó ætíð fyrri til að skora.
Trausti Bergmann kom Bjarnarmönnum yfir um miðja fyrstu lotu en Egill Þormóðsson jafnaði metin fyrir SR-inga rétt fyrir lotulok.

Strax í byrjun annarrar lotu komu Arnar Bragi Ingason og Úlfar Jón Andrésson heimamönnum í 3 -1 en Gauti Þormóðsson minnkaði muninn fyrir gestina um miðja lotu. Á síðstu mínútu lotunnar jók Matthías S Sigurðsson muninn aftur fyrir Björninn. Staðan þvi 4 – 2 í lotulok.

Bjarnarmenn komust síðan í 5 – 2 þegar tæpar fimm mínútur voru liðnar af 3ju lotu og staða þeirra orðin vænleg. SR-ingar neituðu hinsvegar að gefast upp og næstu tvö mörk voru þeirra og var Egill Þormóðsson að verki í bæði skiptin.. Arnar Bragi Ingason kom síðan Birninum í 6 – 4 um miðja þriðju lotu áður en Pétur Maack minnkaði muninn fyrir SR-inga.   

Mörk/stoðsendingar Björninn:
Úlfar Jón Andrésson 2/1
Arnar Bragi Ingason 2/0
Trausti Bergmann 1/0
Matthías S. Sigurðsson 1/0
Hjörtur G. Björnsson 0/3
Óli Þór Gunnarsson 0/1

Refsingar Björninn: 22 mínútur

Mörk/stoðsendingar SR:

Egill Þormóðsson 3/0
Gauti Þormóðsson 1/1
Pétur Maack 1/0
Tómas T. Ómarsson 0/1
Þórhallur Viðarsson 0/1
Arnþór Bjarnason 0/1
Björn R. Sigurðarson 0/1

Refsingar SR: 38 mínútur

Mynd: Ómar Þór Edvardsson

HH