Björninn - SR umfjöllun

Karlalið Bjarnarins og Skautafélags  Reykjavíkur léku í kvöld á íslandsmótinu í íshokkí. Leiknum lauk með sigri Skautafélags Reykjavíkur sem gerði sjö mörk gegn einu marki Bjarnarmanna.

Bjarnarmenn náðu forystunni snemma leik með marki frá Arnari Braga Ingasyni en stoðsendingu átti Einar Sveinn Guðnason. Kristján Gunnlaugsson jafnaði leikinn fyrir SR-inga um miðja lotu og þannig var staðan allt fram á 19 mínútu lotunnar. Þá gerði Steinar Páll Veigarsson fyrirliði SR-inga sér  sér lítið fyrir og gerði tvö mörk með stuttu millibili og staðan því 1 – 3. Í annarri lotu fullkomnaði Steinar Páll þrennu sína en það var jafnframt eina mark lotunnar. Undir lok lotunnar hlaut Snorri Sigurbergsson leikdóm og í hans stað koma Atli Snær Valdimarsson í markið.  SR-ingar bættu svo við þremur mörkum í þriðju og síðustu lotunni en þau áttu Sindri Gunnarsson, Tómas T. Ómarsson og Ragnar Kristjánsson sem allur er að hressast við eftir meiðsli.

Mörk/stoðsendingar Björninn:
Arnar Bragi Ingason 1/0
Einar Sveinn Guðnason 0/1

Refsimínútur Björninn: 66 mínútur.

Mörk/stoðsendingar SR:
Steinar Páll Veigarsson 3/1
Tómas Tjörvi Ómarsson 1/0
Sindri Gunnarsson 1/0
Ragnar Kristjánsson 1/0
Kristján Gunnlaugsson 1/0
Kári Valsson 0/3
Gauti Þormóðsson 0/1
Arnþór Bjarnason 0/1
Egill Þormóðsson 0/11
Svavar S. Rúnarsson 0/1
Björn Róbert Sigurðarson 0/1

Refsimínútur SR: 46 mínútur.

Mynd: Ómar Þór Edvardsson

HH